Koffort Jóns Finnbjörns Benediktssonar

Koffort Jóns Finnbjörns Benediktssonar er bókahirsla Hjálmfríðarbóls. Í loki koffortsins er að finna skjal samið af Kristni Gíslasyni um sögu þess. Frásögn Kristins er eftirfarandi:

Koffort þetta smíðaði Jón Finnbjörn Benediktsson á Hesteyri.

Hann fæddist á Sæbóli í Aðalvík 26. mars 1890.

Foreldrar hans, Benedikt Jónsson og Hjálmfríður Finnbjarnardóttir, fluttu búferlum að Hesteyri 1893 og bjuggu þar á Langavelli.

Jón Finnbjörn varð snemma lagtækur við smíðar. Auk þessa kofforts var til kistill á heimili okkar á Hesteyri í ungdæmi mínu. Hann var með sama lit og koffortið. Mér var sagt að Jón Finnbjörn hafi smíðað hann sem nestisskrínu við sjóróðra.

Strokkur var til í búi foreldra minna, sem ég veit ekki betur en að Jón Finnbjörn hafi smíðað. Hann var sérstakur að því leyti að hann var handsnúinn en ekki bullustrokkur eins og algengastir voru hér um aldir. Ég hef aðeins séð einn strokk annan af þessari gerð. Hann lét móðir mín, Halldóra Benediktsdóttir, smíða eftir sinni fyrirsögn meðan hún bjó að Hálsi í Öxnadal. Þann strokk smíðaði Pálmi Halldórsson í Bakkaseli. Báðir voru þessir strokkar af sömu gerð. Sá var helst munur á að lokið á strokknum Pálmanaut var erfitt að þétta svo vel væri, vildi leka. Jón Finnbjörn viðist hafa átt aðgang að járnsmíðastofu á Ísafirði eða kannski á hvalstöðinni við Hesteyri. Hann hafði gert lokið af járni og búið svo um að auðvelt var að herða það með skrúfnagla.

Jón Finnbjörn vandist snemma sjómennsku eins og þorri pilta þar um slóðir. Þegar hann náði fullorðinsaldri fór hann til róðra á Suðurnesjum á vetrarvertíðum. Hafði hann þá jafnan með sér koffortið og farangur sinn þar í. Árið 1916 var hann á vertíð syðra, líklega í Sandgerði, ásamt Kristni, bróður sínum. Um páskaleytið hugðu þeir til heimferðar og höfðu tryggt sér far með strandferðaskipi frá Reykjavík til Ísafjarðar. Áður en þeir stigju á skipsfjöl hittu þeir mann á bryggjunni og var hann þeim nokkuð kunnugur. Hann hafði yfir vélbáti að ráða og hugðist sigla til Ísafjarðar. Hann var þó einn síns liðs og leitaði þess nú við þá bræður að þeir færu með sér á bátnum til trausts og halds. Þetta varð að ráði. Þeir höfðu þá þegar komið farangri sínum í strandferðaskipið, gáfu ekki um að sækja hann þangað. Báturinn, Hróflur, fórst svo á vesturleið 21. apríl og með honum þeir bræður ásamt formanni.

Þannig atvikaðist það að koffortið góða komst á leiðarenda þrátt fyrir þetta hörmulega slys.

Þetta hef ég skráð á heimili mínu, Jökulgrunni 21 í Reykjavík, sunnudaginn 16. janúar 2000.

Kristinn Finnbjörn Gíslason (sign.)

Í kistunni eru varðveittar eftirfarandi bækur:

Andersen Nexö, Martin. Ditta mannsbarn I-II. Heimskringla Reykjavík 1948-49.
Andersen Nexö, Martin. Endurminningar I- IV. M&M Reykjavík 1948-51.
Áskell Löve. Íslensk ferðaflóra. AB Reykjavík 1970.
Bjarni Benediktsson frá Hofteigi. Þorsteinn Erlingsson. M&M Reykjavík 1958.
Björn Guðfinnsson. Breytingar á framburði og stafsetningu. Ísafoldarprentsmiðja Reykjavík 1947.
Brennu-Njálssaga. AB Reykjavík 1986.
Brynjólfur Jónsson frá Minna-Núpi. Dulrænar smásögur. M&M Reykjavík 1955.
Brynjólfur Jónsson frá Minna-Núpi. Tillag til alþýðlegra fornfræða. Menningar- og fræðslusamband alþýðu Reykjavík 1953.
Carlson. Við lendum á Snæfellsjökli. Sel útgáfan Seltjarnarnesi 1994.
Carson, Rachel L. Hafið og huldar lendur. M&M Reykjavík 1953.
Dietz, David. Kjarnorka á komandi tímum. M&M Reykjavík 1947.
Duhamel, George. Óveðursnótt. Menningar- og fræðslusafn alþýðu Reykjavík 1951.
Dunham, Barrows. Hugsjónir og hindurvitni. M&M Reykjavík 1950.
Elías Mar. Sóleyjarsaga I-II. Helgafell Reykjavík1954 og 1959.
Erla Þórdís Jónsdóttir. Maldað í móinn. Reykjavík 1985.
Ewald, Carl. Grevinde Danner - historisk roman I-V. Forlaget Danmark, Köbenhavn 1925.
Gestur Pálsson. Ritsafn I-II. Menningar- og fræðslusamband alþýðu Reykjavík 1952.
Gorki, Maxim. Barnæska mín I. Bókaútgáfan Reykholt Reykjavík1947.
Gorki, Maxim. Háskólar mínir. Bókaútgáfan Reykholt Reykjavík 1951.
Gorki, Maxim. Hjá vandalausum. Bókaútgáfan Reykholt Reykjavík 1950.
Guðmundur G. Hagalín. Blítt lætur veröld. AB Reykjavík 1979.
Guðmundur Skúlason. Keldur á Rangavöllum. Menntamálaráðuneytið 1956.
Guðni Jónsson ritstjóri. Egils saga Skalla-Grímssonar. Bókaútgáfa Menningarsjóðs og þjóðvinafélagsins Reykjavík 1945.
Guðni Jónsson ritstjóri. Sagan af Þuríði formanni og Kamsránsmönnum. Menningar- og fræðslusamband alþýðu Reykjavík 1954.
Guðrún Ása Grímsdóttir. Ystu strandir norðan Djúps. Ferðafélag Íslands 1994.
Gunnar Árnason ritstjóri. Þroðningar og tóftabrot - svipir og sagnir III. Húnvetningafélagið Reykjavík 1953.
Gunnar Sigurðsson frá Selalæk ritstjóri. Íslensk fyndni-150 skopsagnir. Reykjavík 1951.
Halldór Kiljan Laxness. Alþýðubókinn. M&M Reykjavík 1955.
Halldór Kiljan Laxness. Atómstöðin. Helgafell Reykjavík 1948.
Halldór Kiljan Laxness. Fegurð himinsins. Heimskringla Reykjavík 1940.
Halldór Kiljan Laxness. Hús skáldsins. M&M Reykjavík 1939.
Halldór Kiljan Laxness. Höll sumarlandsins. Heimskringla Reykjavík 1938.
Halldór Kiljan Laxness. Ljós heimsins. Heimskringla Reykjavík 1938.
Hallgrímur Jónasson. Ferhendur á ferðaleiðum. Reykjavík 1950.
Helgi Halfdánarson. Á hnotskógi - ljóðaþýðingar. Heimskringla Reykjavík 1955.
Hjörtur Halldórsson ritstjóri. Þættir úr ævisögu jarðar. Reykavík 1954.
Hoyle, Fred. Uppruni og eðli alheimsins. Hjörtur Halldórsson Reykjavík 1951.
Íslensk söngbók. Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar Reykavík 1915.
Jakob Líndal. Hvernig eru Vatnsdalshólar til orðnir? Reykjavík 1936.
Jakob Líndal. Mælifellshnjúkur - sérprentun úr Náttúrufræðingnum 10. árg. Bókaútgáfa Guðjóns Ó. Guðjónssonar Reykjavík 1940.
Jehtsjún-Tsjen. Fjallaþorpið. M&M Reykjavík 1961.
Jónas Árnason. Fólk, þættir og sögur. Heimskringla Reykjavík 1954.
Jónas Árnason. Veturnóttakyrrur. Heimskringla Reykjavík 1952.
Jón Sigurðsson. Hugvekja til Íslendinga. M&M Reykjavík 1951.
Kirk, Hans. Þrællinn. M&M Reykjavík 1952.
Kristinn E. Andrésson. Eyjan hvíta - ritgerðasafn. Heimskringla Reykjavík 1951 (áritað eintak nr. 414).
Kristján Eldjárn formáli. Íslensk myndlist í 11. hundruð ár. Kjarvaldstaðir Reykjavík 1974.
Lauterbach, Richard E. Réttlæti en ekki hefnd. M&M Reykjavík1946.
Lundquist, Arthur. Drekinn skiptir ham - ferðapistalar úr Kínaför. M&M Reykjavík 1956.
Magnús Gíslason og Stefán Ólafur Jónsson ritstjórar. Det 19. nordiske skolemode i Reykjavik. Norræna skólamótið Reykjavík 1965.
Magnús Jóhannsson frá Hafnarnesi. Heimur í fingurbjörg. Heimskringla Reykjavík 1966.
Margrét Jónsdóttir. Við fjöll og sæ - kvæði. Reykjavík (árituð með kveðju frá höf.) 1933.
Matthías Jónasson. Nýjar menntabrautir. Heimskringla Reykjavík 1955.
Matthías Jónasson ritstjóri. Erfið börn - sálarlíf þeirra og uppeldi. Hlaðbúð Reykjavík 1959.
Nyborg-Jensen, Gunnar. De små singer. Skandinavisk bokforlag Köbenhavn.
Óskar Aðalsteinn. Kosningatöfrar. Heimskingla Reykjavík 1958.
Pavlenko, Pjotr. Lífið bíður. Heimskringla Reykjavík 1953.
Pristley, J. B. Three men in new suits. William Heineman Ltd. London 1945.
Sigurður Norðdal. Þáttur af Ólöfu Sölvadóttur. Ragnar Jónsson Reykjavík 1945.
Símon Jóh. Ágústsson ritstjóri. Mér eru fornu minnin kær - söguljóð eftir íslensk skáld á 19. og 20. öld. Menningar- og fræðslusamband alþýðu Reykjavík 1951.
Stancu, Zaharia. Berfætlingar I-II. M&M Reykjavík 1958-59.
Sternfeld, A. Hnattferðir. M&M Reykjavík 1957.
Stone, Irwing. Lífsþorsti - sagan um Vincent van Goch I-II. M&M Reykjavík 1947-49.
Sveinbjörn Egilsson. Ljóðmæli. M&M Reykjavík 1952.
Sverrir Kristjánsson og Tómas Guðmundsson. Konur og kraftaskáld. Forni Reykjavík 1964.
Tolstoj, Leo. Stríð og friður I-IV. Menningar- og fræðslusamband alþýðu Reykjavík 1953-54.
Tun, Mao. Flæðilandið mikla. Heimskringla Reykjavík 1958.
Vercors. Þögn hafsins. M&M Reykjavík 1953.
Vilhjálmur S. Vilhjálmsson ritstjóri. Fólkið í landinu. Menningar- og fræðslusamband alþýðu Reykjavík 1951.
Westphal, Wilhelm H. Náttúrlegir hlutir. Heimskringla Reykjavík 1956.
Ýmsir höfundar. Fuglar Íslands og Evrópu. AB Reykjavík 1964.
Þorbergur Þórðarsson. Hjá vondu fólki - ævisaga Árna prests Þórarinssonar. Helgafell Reykjavík 1947.
Þorleifur Bjarnason. Hornstrendingabók I-III. Örn og Örlygur Reykjavík 1983.
Þórbergur Þórðarson. Bréf til Láru. Mál og menning Reykjavík 1950.
Þórbergur Þórðarson. Bréf til Láru. M&M Reykjavík 1950 og 1975.
Þórbergur Þórðarson. Edda. M&M Reykjavík 1975.
Þórbergur Þórðarson. Frásagnir. M&M Reykjavík 1972.
Þórbergur Þórðarson. Ofvitinn. M&M Reykjavík 1964.