Hjálmfríðarból - Nasi - Fannadalslægðir - Hjálmfríðarból

Gylfi Kristinsson

Yfirlit

För upp á Nasa er skemmtileg gönguferð frá Hjálmfríðarbóli sem tekur um 8 klst. Leiðin er auðgengin. Undantekning gætu verið Fannadalslægðir. Í meðalári situr snjór í lægðunum en tekur upp í hlýindum. Hyggilegt er að vera með göngustaf með hvössum broddi sem hægt er að nota til að marka í fönnina. Göngufólki er ráðið frá því að ráðast til uppgöngu á fjallið í þoku eða slæmu skyggni.

Í texta þeim sem hér fylgir er lögð áhersla á að koma á framfæri GPS hnitum og ábendingum um leiðina sem slíka. Upplýsingar um sögu og náttúru er að finna í ýmsum ritum einkum árbók Ferðafélags Íslands 1994; Ystu strandir norðan Djúps, Guðný Ása Grímsdóttir sá um úrgáfuna og riti Útvistar nr. 25 um Hornstrandir.

Ganga

Hjálmfríðarból (N66°20.446' V023°06.049')

Gangan er hafin með því að ganga ``Aðalvíkurbraut'' í átt að Stað og Þverdal.

Þverdalur - krossgötur (N66°20.277' V023°03.628')

Haldið er til vinstri á krossgötunum og gengið á milli Þverdals og Nasa.

Þverdalur (efst) (N66°20.260' V022°59.721')

Haldið er inn Þverdal og gengið á milli Þverdalsár og Nasa. Dalurinn vel gróinn og upplagt að á í einhverri fallegri laut og virða fyrir sér útsýnið út á Aðalvík.

Þverdalsdrög (N66°20.056' V022°59.494')

Þegar komið er upp úr Þverdal taka við Þverdalsdrög. Þaðan er haldið upp á Nasa og stefnan tekin á vörðuna.

Nasi (varða) (N66°20.289' V023°02.452')

Þegar komið er upp á Nasa tekur við hellulögð víðátta. Í þoku getur verið afar erfitt að átta sig á kennileitum þar sem landslagið ofan á fjallinu er nánast alls staðar það sama. Við þær aðstæður þarf að viðhafa sérstaka aðgæslu vegna þess að fjallið er þverhnýpt nema þar sem það mætir Þverdalsdrögum. Af þessu leiðir að GPS tæki er nauðsynlegt öryggistæki bæði til að ganga ekki fram af brúnum fjallsins og eins til að finna rétt leið til baka. Vörðuna er að finna á blábrún fjallsins fyrir ofan Þverdal. Þaðan er ægifagurt útsýni í allar áttir í góðu veðri. Sýna ber sérstaka aðgæslu við vörðuna vegna þess hversu tæpt hún stendur á fjallsbrúninni. Sumarið 2001 var mikið af rjúpu á fjallinu.

Fannadalslægðir (N66°19.276' V023°00.382')

Haldið er sömu leið frá vörðunni fremst á Nasa og haldið að Þverdalsdrögum þar sem niðurganga af fjallinu er auðveld. Þaðan er stefnan tekin á Fanndalslægðir og farið niður í botn Staðardals.

Botn Staðardals (N66°19.303' V023°00.895')

Þegar komið er niður í Staðardal er fylgt götuslóða og haldið að kirkjunni og prestbústaðnum að Stað. Leiðin út að Stað leynir á sér. Víða seytlar vatn úr fjallshlíðinni og þarf oft að krækja fyrir keldur.

Staður (N66°19.777' V023°03.177')

Frá Stað er gatan greið og er besta að taka stefnuna að gatnamótunum upp að bænum Þverdal.

Þverdalur - krossgötur (N66°20.277' V023°03.628')

Frá krossgötunum ofan við Þverdal er haldið sömu leið vesturs fyrst yfir melkolla, síðan eftir góðum vegi yfir mýrarflóann og rakleitt að Hjálmfríðarbóli (N66°20.446' V023°06.049').

About this document ...

Hjálmfríðarból - Nasi - Fannadalslægðir - Hjálmfríðarból

This document was generated using the LaTeX2HTML translator Version 2K.1beta (1.47)

Copyright © 1993, 1994, 1995, 1996, Nikos Drakos, Computer Based Learning Unit, University of Leeds.
Copyright © 1997, 1998, 1999, Ross Moore, Mathematics Department, Macquarie University, Sydney.

The command line arguments were:
latex2html -dir html -split 0 -no_navigation nasi.tex

The translation was initiated by Kristinn Bjorgvin Gylfason on 2002-04-26


Kristinn Bjorgvin Gylfason 2002-04-26